Fara í efni

Lausar stöður auglýstar til umsóknar hjá Borgarhólsskóla á Húsavík

Borgarhólsskóli leitar eftir áhugasömum og metnaðarfullum kennurum til starfa næsta skólaár. Skólinn er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólinn nýtir uppeldisstefnuna Jákvæður agi og teymisvinnu.

Til umsóknar eru eftirfarandi stöður:
  • Þrjár stöður kennara í almenna kennslu.
  • Íþrótta- og sundkennara.
  • Myndmennta- og upplýsingakennara.
Við leitum að starfsfólki sem;
  • hefur leyfi til að nota starfsheitðið kennari.
  • hefur lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum. 
  • er sveigjanlegt.
  • hefur jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi.
Umsækjendur verða einnig að;
vera skipulagðir, stundvísir, heilsuhraustir og snyrtilegir í umgengni. 
hafa færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk og vera tilbúin til að vinna samkvæmt Jákvæðum aga. 
 
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.
Leyfisbréf til kennslu skal fylgja umsókn sem og ferilskrá skal fylgja umsókn sem og afrit af prófskírteinum. 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar Sveitarfélaga. 
Umsóknarfrestur er til 23. apríl. Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is