Laust starf framkvæmdastjóra Samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.

Starfssvið:

 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna.
 • Skipulagning og verkefnastýring.
 • Stefnumótunarvinna.
 • Samskipti og samstarf við hagaðila (atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðra hagaðila).
 • Önnur verkefni í samráði við stjórn.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Forystu- og leiðtogahæfileikar.
 • Reynsla af rekstri og stjórnun skilyrði.
 • Reynsla af mótun stefnu og innleiðingu hennar æskileg.
 • Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og byggðamálum kostur.
 • Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna sjálfstætt og í hóp.
 • Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði.

Umsóknarfrestur
6. janúar

Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/15340

 

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra eru landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Samtökin eru ný og urðu til við samruna þriggja félaga á svæðinu, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Eyþings. Markmið með starfsemi félagsins er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Félagið skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.