Fara í efni

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

 

Norðurþing, sem heilsueflandi samfélag, hvetur íbúa sína til þess að taka þátt í þeim lýðheilsugöngum sem eru í boði. 

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

 

Norðurþing, í samvinnu við Ferðafélagið Norðurslóð og Áttavilltar, gönguklúbb kvenna (öll kyn velkomin).
 
Miðvikudagar í september, allar hefjast göngurnar klukkan 18
 
- náttúra - vellíðan - saga - vinátta –

 

Áttavilltar :

 

Ganga 1
5. september 

 

Mæting við Kvíabekk, í Skrúðgarðinum á Húsavík. Hringur upp með Skógagerðislæknum, gengið að vatnsbólinu. Þar mun Tryggvi Finnsson segja aðeins frá vatninu okkar. Svo verður farið meðfram Búðaránni, endað við Kvíabekk um klukkutíma síðar.

 

Ganga 2
12. september
 
Mæting við skotsvæðið við Húsavík, gengið upp á Húsavíkurfjall. Um klukkutíma ganga. 

 

Ganga 3
19. september
 
Mæting við leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Skrúðgarðurinn, stígurinn í fjallinu, í átt að vitanum, niður Höfðaveg og niður á bryggju. Upp Búðarárgilið að leikskólanum á ný. Rúmlega klukkutíma ganga.

 

Ganga 4
26. september
 
Mæting við Holt í Reykjahverfi (heima hjá Fanneyju Óskars og Gumma Salla). Genginn um það bil klukkutíma hringur í Hvammsheiðinni við Mýrarkvísl.

 

Ferðafélagið Norðurslóð:
 
Þórshöfn:
 
Alla miðvikudaga í september frá íþróttamiðstöðinni.   Lýðheilsuganga á Þórshöfn
 
Raufarhöfn:
Alla miðvikudaga í september frá rafstöðinni.   Lýðheilsugöngur á Raufarhöfn
 
Kópasker:
 
Alla miðvikudaga í september frá Skjálftasetrinu.   Lýðheilsugöngur á Kópaskeri

Á vefsíðu Ferðafélags Íslands má nálgast frekari upplýsingar um verkefnið "Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands".