Mærudagar - könnun um hversu oft hátíðin skal haldin

mynd/facebooksíða Mærudaga
mynd/facebooksíða Mærudaga

Nú á dögunum samþykkti Fjölskylduráð Norðurþings, sem m.a. fer með menningarmál,  að kanna hug íbúa með samráðsgáttinni Betra Ísland um hvort þeim hugnast betur að Mærudagar séu haldnir ár hvert eða annað hvert ár. 

Var það gert þar sem umræður hafa oft verið um tíðni hátíðarinnar.  Könnunin er ekki bindnandi fyrir fjölskylduráðið. 

Á svæði Norðurþings vef Betra Íslands má nú finna svæðið MÆRUDAGAR og þar undir eru komnar fram tvær hugmyndir. Önnur hugmyndin ber yfirskriftina "Eiga Mærudagar að vera haldnir árlega?" og hin hugmyndin "Eiga Mærudagar að vera haldnir annað hvert ár?"

Hægt er að kjósa hugmyndirnar upp eða niður eftir því sem við á.  Einnig er skemmtilegt að fá rök með eða á móti - það er alltaf málefnalegra. 

Innskráning er með rafrænum skilríkjum. 

Hér má finna tengil á vefsvæðið