Fara í efni

Nammi - hlaðvarp

Á 64. fundi fjölskylduráðs var samþykkt að styrkja hlapvarpsverkefni þeirra Francesco Perini og Leonardo Piccione um 50.000 kr. úr lista- og menningarsjóði Norðurþings. 

"Verkefnið NAMMI er sería 6 þátta, sem hver um sig á sér stað á ólíkum stöðum á norðausturhorninu, með aðal áherslu á Húsavík og Norðurþing. Þættirnir eru með viðtölum við heimafólk og nota hljóð út umhverfi og náttúru til að gefa áheyrandanum þá upplifun að hann eða hún séu hér á Íslandi. Viðtölin verða um málefni sem snertir sérþekkingu viðmælanda (t.d. fuglar, veiði, tónlist, kindur, ...) og hver þáttur verður gefinn út á hlaðvarpsveitum bæði á ensku og ítölsku. Markhópur okkar eru útlendingar, sérstaklega þeir sem við þessar aðstæður láta sig dreyma um Ísland, og vilja heimsækja landið. Markmið okkar er að búa til verk sem með hljóði, röddum og sögu, skapar heillandi mynd af landinu og leyfir hlustendum að fá betri hugmynd um fólkið í landinu, frá óhefðbundnu sjónarhorni. Von okkar er að verkefnið veki áhuga þeirra sem hlusta að heimsækja svæðið og gera það að miðju ferðar sinnar um Ísland. 

https://www.facebook.com/nammipodcast/ - facebooksíða verkefnisins

https://nammipodcast.smvi.co/ - vefur verkefnisins