Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way)

Arctic Coast Way
Arctic Coast Way

Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way) hefur verið að vinna með ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail undanfarið við að ráðgefa ferðaþjónustuaðilum að móta upplifunartengda ferðamennsku. Síðasti fundurinn með ráðgjafafyrirtækinu verður 12. september í fundarsal á efri hæð Greifans á Akureyri. Við hvetjum alla sem hafa kynnt sér verkefnið og jafnvel tekið þátt í fyrri vinnustofum að mæta og nýta tækifærið með Blue sail. Sérstaklega bendum við áhugasömum á Matartengdu vinnusmiðjuna því matur úr héraði dregur sífellt fleiri að og markar vel upplifun ferðamann.

Tímasetningar eru eftirfarandi:

  • Kl. 9.45 – 13.00: Matartengd vinnusmiðja
  • kl. 14.15 – 17.00: Kynningar- og vinnufundur“

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni upplifðu norðurland