Norðurþing auglýsir eftir sumarstarfsfólki.

Almenn sumarstörf

Laus störf til umsóknar eru almenn sumarstörf við hirðingu og slátt opinna svæða.
Þjónustustöðvar Norðurþings eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Umsóknarfrestur er til 31. mars.

Starf flokkstjóra í Vinnuskóla Norðurþings

Norðurþing auglýsir eftir flokkstjórum í sumar til að stýra ungmennum í Vinnuskóla Norðurþings.

Umsóknarfrestur er til 31. mars
*ath umsóknir fyrir störf ungmenna í Vinnuskóla auglýst síðar.

 

Vinsamlegast sækið um störfin með rafrænum hætti á slóðinni hér

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 464 6100 eða með því að senda tölvupóst á nordurthing@nordurthing.is