Norðurþing hættir að senda greiðsluseðla á pappír

Á undan förnu misseri hefur Norðurþing dregið úr pappírsviðskiptum og hættir nú að senda greiðsluseðla á pappír en í stað þess verða þeir sýnilegir í heimabönkum, undir rafræn skjöl hjá viðkomandi aðila. 

Hægt er að biðja sérstaklega um það að fá greiðsluseðla senda áfram í pappír með því að senda tölvupóst á tölvunetfangið vilborg@nordurthing.is