Norðurþing óskar að ráða umsjónarmann fjölskyldusviðs á Raufarhöfn

Norðurþing óskar að ráða umsjónarmann fjölskyldusviðs á Raufarhöfn

Um er að ræða 80% starfshlutfall.

Meðal verkefna eru gæsla nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar, félagsleg heimaþjónusta, yfirumsjón með rekstri og ræstingu íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Gerð er krafa um:

Gott vald á íslenskri tungu

Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni

Lipurð í samskiptum

 

Umsóknum skal skilað til Kjartans Páls Þórarinssonar, tómstunda og æskulýðsfulltrúa, á netfangið kjartan@nordurthing.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.