Nýr opnunartími skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk

Fjölskylduráð samþykkti á 54. fundi sínum að almennur opnunartími í skíðalyftu við Reyðarárhnjúk verði eftirfarandi:

Mánudaga er lokað.
Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 19:00.
Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.
 
 

Ráðið minnir á að stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk. Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur. Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings.

Daglegar færslur um opnun er hægt að sjá á facebooksíðu Skíðagöngudeildar Völsungs. Fljótlega verður sett upp ný facebooksíða með upplýsingum um skíðasvæðið. 

 

Gjaldskrá tekur gildi 1. febrúar 2020.