Opið fyrir skráningar í frístund (1-4 bekkur)

Opið er fyrir skráningar í frístund fyrir krakka í 1-4 bekk.
Frístundarvistun er í boði fyrir börn í 1.-4. bekk þar sem hlutverkið er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hentar öllum. Frístund er opin frá kl. 13:00 (eða frá því að skóla líkur) og til kl. 16:00.
Börnin mæta sjálf í frístund en 1. bekkur fær fylgd frá starfsmanni frístundar að skóla loknum. Starfsfólk frístundar hjálpar einnig til við að minna börnin á íþrótta og tómstundastarf sem er stundað á vistunartíma.

Fyrsti opnunardagur er þriðjudaginn 27.ágúst.

Sótt er um vistun með því að fylla út rafrænt eyðublað sem nálgast má hér.

Frekari upplýsingar eins og td starfsdagatal má finna á vefsvæði Túns; www.nordurthing.is/tun