Fara í efni

Opnun lyftu í Reiðarárhnjúk - opnunartími lyftu

,,Skálamelslyftan" var opnuð á nýjum stað uppá Reykjaheiði þann 28 desember.
Mikið og öflugt starf hefur verið unnið af sjálfboðaliðum og fyrirtækjum undanfarið til að gera þetta að veruleika.
Villi Páls fékk hlaut þann heiður að gangsetja lyftuna enda hefur hann gengið með þann draum lengi að koma upp skíða og útivistarsvæði uppá Reykjaheiði.
Böðvar Bjarnason og Garðar Héðinsson fóru fyrstu ferðina upp lyftuna enda hafa þeir unnið ötullega að fluttningi lyftunar undanfarið.

Mánudaga er lokað.
Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 19:00.
Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.
 

Ráðið minnir á að stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk. Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur. Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings.

Daglegar færslur um opnun er hægt að sjá á facebooksíðu Skíðagöngudeildar Völsungs. Fljótlega verður sett upp ný facebooksíða með upplýsingum um skíðasvæðið. 

Gjaldskrá tekur gildi 1. febrúar 2020.


Lokað gamlársdag og nýársdag.

Upplýsingar um gönguspor eru uppfærð jafnharðan og eru þær upplýsingar inná facebook síðu ,,skíðagöngudeildar Völsungs"

Almennar upplýsingar um svæðið má finna á vefsíðu Norðurþings

Hér má sjá fleiri myndir og umfjöllun 640.is af opnun lyftunar.