Orðsending frá félagsmálastjóra Norðurþings

Mynd/unsplash.com
Mynd/unsplash.com
Kæru íbúar
 
Heimaþjónusta er með skertu sniði og hafa þjónustu þegar og starfsmenn átt góða samvinnu til að gera eins vel og hægt er við þessar aðstæður. Mikilvægt er að íbúar, ættingjar og vinir séu ekki hræddir við að hafa samband og láta vita ef þeir telja að einhver þurfi á þjónustu að halda, eða auka þurfi þá þjónustu sem fyrir er. Við þessar aðstæður getur ýmislegt komið upp sem kallar á þjónustu sem ekki hefur verið þörf á áður og þeirri þörf viljum við mæta.  Félagsþjónustan hefur tekið upp símanúmer 669-8435 fyrir einstaklinga með fötlun og þjónustuþega heima þjónustu sem þeir eru hvattir til að nota ef þörf er á þjónustu eftir kl. 16:00 og um helgar.  Á dagvinnutíma frá 9:00 -12:15 og frá 12:45 - 16:00 skal hafa samband í síma 4646100.
 
Ekki má gleyma að huga að heilsu og heilsueflingu, ástandið sem nú ríkir veldur oft kvíða, óöryggi og vanlíðan, við erum meira heima og minna á ferðinni en áður. Mikilvægt er að huga að hreyfingu, nýta þær æfingar sem við kunnum að gera heima og fara út í göngutúra sem og að hringja í ættingja og vini. Ef þú finnur fyrir óöryggi, vanlíðan eða kvíða, vilt spjall, aðstoð við að fara út í göngutúr eða koma ábendingum til okkar þá erum við til staðar.
 
Ég vill þakka innilega þjónustuþegum og starfsfólki fyrir sveigjanleika og samvinnu í breyttum aðstæðum og velvild í garð hvors annars.
 
Ég óska öllum íbúum Gleðilegra Páska
„ verum saman heima“
 
Hróðný Lund.
Félagsmálastjóri