Öskudagur 2019

Starfsfólk stjórnsýsluhúss Norðurþings á Húsavík tók öskudaginn  að sjálfsögðu hátíðlegan í gær og k…
Starfsfólk stjórnsýsluhúss Norðurþings á Húsavík tók öskudaginn að sjálfsögðu hátíðlegan í gær og klæddu sig upp á í tilefni dagsins.

Það var mikið stuð í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík í gær á sjálfan Öskudaginn og harla ólíkar persónur sem heimsóttu okkur í gær en heimsækja okkur venjulega. 
Kærar þakkir til allra þeirra barna sem komu og sungu fyrir okkur með góðum söng og fjölbreyttu lagavali. 
Ánægjulegt var að sjá marga foreldra í fylgd með börnum sínum og hressandi að fá heilu bekkjardeildirnar til okkar. 

Hafið þökk fyrir komuna!
öskudagur 2019