Skólaakstur - Tilboð

 

Norðurþing

Skólaakstur – Tilboð

Norðurþing óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Norðurþingi skólaárin 2017-2021. Um er að ræða skólaakstur að Öxarfjarðarskóla frá Reistarnesi og úr Kelduhverfi og úr Reykjahverfi til Húsavíkur. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 á Húsavík eða verða send í tölvupósti sé þess óskað.

Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu umslagi, þannig merktu: „Norðurþing, skólaakstur í Norðurþingi 2017-2021, TILBOГ. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, mánudaginn 22. maí kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.