Fara í efni

Sölvi Tryggvason - opin fyrirlestur 2.maí

UM FYRIRLESARANN:
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Fyrirlesturinn verður kl 19.30 fimmtudaginn 2.maí í sal Framsýnar á Húsavík.

Fyrirlestrinum verður sjónvarpað í gegnum fjarfundarbúnað beint á eftirfarandi staði:
• Grunnskólinn á Raufarhöfn
• Bókasafnið á Kópaskeri

Norðurþing - heilsueflandi samfélag stendur fyrir viðburðinum.

hsamlogo