Sorphirða á Húsavík fyrir jól

Íslenska gámafélagið ætlar að losa almennu sorptunnuna sunnudaginn 22. desember og mánudaginn 23. desember. 

Vinsamlegast mokið snjó af tunnum og frá þeim út að götu. Einnig er gott að athuga hvort hurðir á sorpskýlum séu nokkuð frostnar aftur. 

Hér má svo finna sorpdagatal fyrir Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnes árið 2020.

 

Opnunartími sorpmóttökunar að Víðimóum verður eftirfarandi yfir hátíðirnar:
 
Þorláksmessa - 13:00 - 17:00.
Aðfangadagur - LOKAÐ.
Jóladagur - LOKAÐ.
Annar í jólum - LOKAÐ.
27.des. -  13:00 - 17:00.
28.des. -  11:00 - 14:00.
29.des. Sunnudagur  -  LOKAÐ
30.des. - 13:00 - 17:00.
Gamlársdagur -  LOKAÐ.
Nýjársdagur - LOKAÐ.

Áréttað skal að jólaseríur o.þ.hl. teljast sem raftæki og eiga því ekki að fara í almennt sorp heldur má skila þeim gjaldfrjálst á móttökustöð að Víðmóum 3. 

Perur teljast nú til dags til spilliefnis og má einnig skila á sama stað og er það  gjaldfrjálst. 

Með kveðju frá Íslenska Gámafélaginu