Fara í efni

Spennandi sumarstarf í Safnahúsinu

Norðurþing leitar að einstaklingi til að sinna áhugaverðu þróunarstarfi í Safnahúsinu á Húsavík í sumar. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér upplýsingagjöf til ferðafólks, þjónustu við viðskiptavini bókasafnsins og móttöku gesta Safnahússins.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir:
- ríkri þjónustulund
- góðri íslensku- og enskukunnátta
- góðri almennri tölvukunnáttu
- áhuga á öflun og miðlun upplýsinga

Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 18 ára aldri. Frekari tungumálakunnátta og/eða reynsla af sambærilegum störfum er ótvíræður kostur en ekki skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk. Umsóknum er hægt að skila í tölvupósti á snabbi@nordurthing.is, á umsókn um starf á heimasíðu Norðurþings eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.

 

Nánari upplýsingar gefur Snæbjörn Sigurðarson atvinnu- og menningarfulltrúi Norðurþings í síma 669-8425 og á snabbi@nordurthing.is