Fara í efni

Lyftuverðir á skíðasvæði

Óskað er eftir lyftuvörðum á skíðasvæðið á Húsavík

Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi.
Unnið er á vöktum og er vinnutími frá 15-19 þriðjudaga – föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar.
Um er að ræða skammtímaráðningar til 1.maí 2021 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf þegar í stað.
Helstu verkefni eru ; lyftuvarsla, þjónusta við gesti skíðasvæðisins, minniháttar viðhald á tækjum á búnaði, upplýsingagjöf á vef skíðasvæðisins og ræstingar á skíðaskála. Starfið er unnið að mestu leyti utandyra.
Umsóknarfrestur er til 24.febrúar nk.

Hæfniskröfur til starfsins eru:

-          hafa náð 18 ára aldri

-          Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini

-          Góð verkkunnátta og þekking á vélum og vélbúnaði

-          Góð líkamleg heilsa

-          Rík þjónustulund

-          Sjálfstæð vinnubrögð

Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags umsækjanda.

Umsækjendur fylla út rafrænt skráningarform sem finna má hér.
Nánari upplýsingar má fá með að hafa samband við Kjartan Pál Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464 – 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kjartan@nordurthing.is