Fara í efni

Tilkynning frá Félagsþjónustu Norðurþings vegna Covid-19 veirunnar

Félagsþjónusta Norðurþings hefur ákveðið að bregðast við leiðbeiningum landlæknis vegna Covid-19 sjúkdómsins og fella tímabundið niður félagsstarf eldri borgara. Með því hefur félagsþjónustan tekið ákvörðun um að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn útbreiðslu sjúkdómsins og verja einstaklinga í áhættuhópum.
 
Félagsþjónustan beinir þeim tilmælum til einstaklinga og ungmenna sem tilheyra áhættuhóp að huga vel að því að takmörkun á umgengni við aðra er mjög mikilvæg fyrir einstaklinga með áhættu þætti alvarlegrar sýkingar. Því beinum við því til einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti að hugsa það vel hvort tilefni er til að sækja starf Miðjunnar eða vistun í skammtímadvöl.  
 
Enn fremur hefur verið ákveðið að þjónusta félagsþjónustu verði á næstunni háttað þannig að þau erindi sem hægt er, eru afgreidd í gegnum síma eða tölvu. Hér má sjá netfangalista starfsmanna 
Fundum verður einnig haldið í lágmarki og munu fara að stórum hluta fram í gegnum tölvu eða í síma.
 
Þetta gildir þar til annað hefur verið ákveðið. 
 
Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiru ( COVID-19 )
Þroskahjálp. Kórónaveiran á auðlesnu máli

 

Hróðný Lund

Félagsmálastjóri Norðurþings

Director of Social Service