Tilkynning frá HSN-Heilsugæslunni á Kópaskeri

ÁRLEG INFLÚENSUBÓLUSETNING!
Hefst í október 2017
Bólusett er á heilsugæslustöðinni á Raufarhöfn á miðvikudögum kl. 14:00-15:00
og á heilsugæslustöðinni á Kópaskeri á þriðjudögum kl. 14:00-15:00

 

Við bólusetninguna eru notuð þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B sem hafa verið framleidd fyrir veturinn 2017-2018 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Eftirtaldir áhættuhópar njóta forgangs:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Af gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu.
Bólusetjum einnig gegn lungnabólgu
Lungnabólgubólusetning er ráðlögð öllum einstaklingum 60 ára og eldri á 10 ára fresti og einstaklingum með ónæmisbælandi sjúkdóma á 5 ára fresti.
Einnig verður boðið upp á endurbólusetningu gegn stífkrampa, barnaveiki og mænusótt.


Vinsamlegast pantið tíma í síma 464-0620 (Raufarhöfn) eða 464-0640 (Kópasker)

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Raufarhöfn og Kópaskeri