Fara í efni

Tilkynning frá Íslenska Gámafélaginu

Lokað verður í sorpmóttöku Íslenska Gámafélagsins á morgun, laugardaginn 9. janúar vegna slæmrar veðurspáar. 

Þar að auki vill Íslenska Gámafélagið koma þökkum til íbúa vegna þess hve vel hefur gengið að flokka endurvinnsluefni og lífrænt sorp frá almennu sorpi.

Brýnum um leið að vanda flokkun í lífrænu tunnuna. Þar hefur aðeins orðið misbrestur á og höfum við þurft að fella nokkra bíla af lífrænum úrgangi og fara með á Sölvabakka til urðunnar.  Það sem þarf að bæta er að taka grænmeti og brauð úr umbúðum áður en það er sett í lífræna tunnuna. Gler, plast, áldósir og fatnaður á ekki að fara í lífrænt.