Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík.

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík.  Deiliskipulagstillagan skilgreinir lóð undir fyrirhugaða byggingu nýs golfskála og aðkomu að honum sem mun skapa betri tengingu milli bæjarins og golfvallarins. Einnig er skilgreind lóð undir þjónustu sem tengst gæti starfsemi golfvallarins, t.d. hótel.  Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti á blaðstærð A1 auk greinargerðar í A4 hefti.

Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 29. mars til 10. maí 2019.  Ennfremur eru linkar á breytingartillögurnar hér í auglýsingunni (hér að ofan).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 10. maí 2019.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

 
Húsavík 21. mars 2019
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi