Fara í efni

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir ráðin félagsmálastjóri Norðurþings

Úrvinnslu umsókna í starf félagsmálastjóra Norðurþings er lokið og hefur Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir verið ráðin í starfið. Tinna Kristbjörg lauk B.A. prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2004 og M.A. prófi í félagsfræði frá sama skóla árið 2011. Ásamt því lauk Tinna prófi til kennsluréttinda á háskólastigi árið 2009. Tinna hefur starfað sem verkefnastjóri Austurbrúar frá 2012 þar sem hún starfar á háskóla- og rannsóknarsviði. Þar sinnir hún ráðgjafastörfum ásamt því að hafa umsjón með fræðsluáætlun. Einnig starfar hún nú hjá Starfsendurhæfingu Austurlands, eða síðan 2009. Þar sinnir hún námskeiðahaldi sem fjalla m.a. um a.d.h.d. fullorðinna, sjálfseflingu og markmiðasetningu. Áður starfaði Tinna sem verkefnastjóri og kennari hjá Mennstaskólanum á Egilsstöðum þar sem hún vann með nemendum með námsörðuleika. Þá hefur Tinna einnig komið að stofnun og rekstri áfangaheimilis og sambýli á vegum svæðisskrifstofa Reykjavíkur og Reykjaness þar sem hún starfaði sem forstöðumaður. Við bjóðum Tinnu innilega velkomna í starfsmannahópinn og óskum henni velfarnaðar í starfi fyrir sveitarfélagið.