Umhverfisstefna Norðurþings- allir geta gert eitthvað

Mynd: Gaukur Hjartarson
Mynd: Gaukur Hjartarson

Umhverfisstefna Norðurþings- allir geta gert eitthvað

Í október 2018 var ákveðið að fara í vinnu við umhverfisstefnu fyrir Norðurþing en það er mikilvægt að sveitastjórnir taki frumkvæðið og geri hvað þær geta í umhverfismálum. Stefnan mun innihalda aðgerðaáætlun með mælanlegum og tímasettum markmiðum.

 Vinna við umhverfisstefnu krefst góðs undirbúnings, samtals og samræðu við íbúa. Fyrir liggur að stöðumeta 11 málaflokka umhverfismála en í þessari umhverfisstefnu verður lögð áhersla á að einbeita sér að þeim málaflokkum sem taldir eru hvað brýnastir í Norðurþingi í dag..

 Til að undirbúa samráðsfundi sem verða auglýstir fljótlega langar okkur að biðja íbúa að aðstoða okkur við að forgangsraða málaflokkunum og taka þátt í smá könnun. Könnunin er tvær spurningar og hvetjum við alla til að taka þátt svo að vinnan megi verða sem markverðust. “

Hér er slóð á könnunina