Uppskeruhátíð og heiðurstónleikar

mynd/ www.tonhus.is
mynd/ www.tonhus.is

Uppskeruhátíð tónlistarskólans verður haldin sunnudaginn 1. mars í sal Borgarhólsskóla og Tónlistarskólans. Uppskeruhátíðin verður jafnframt heiðurstónleikar Árna Sigurbjarnarsonar en hann lætur af störfum 1. mars eftir tæplega fjóra áratugi sem skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.

www.tonhus.is