Vefmyndavél á Húsavík

Eitt af sjónarhornum nýrrar vefmyndavélar á Húsavík
Eitt af sjónarhornum nýrrar vefmyndavélar á Húsavík

Það er óhætt að segja það fátt hafi fengið jafn margar fyrirspurnir hér til stjórnsýslunar en blessuð vefmyndavélin á Húsavík, þ.e. hvenær hún komist í lag en hún bilaði fyrir nokkrum mánuðum og hefur það verið ákveðin þrautarganga að koma upp nýrri vefmyndavél. Það sem stundum virðist vera auðvelt getur reynst flókið og snúið. En nú getum við loksins sagt frá því að ný vefmyndavél er komin í gagnið og birtir hún fjóra sjónása, ólíkt hinni sem snérist í hring.  Við biðjumst forláts á því hversu langan tíma þetta tók en um leið vonum við að notendur njóti nýrrar vélar. 

Nálgast má aðgang að henni á forsíðu vef Norðurþings eða hér Vefmyndavélin á Húsavík