Verkfærakista Vöndu Sig

Vanda Sig ásamt starfsfólki Borgarhólsskóla 2018
Vanda Sig ásamt starfsfólki Borgarhólsskóla 2018

Síðastliðið vor kom Vanda Sigurgeirsdóttir til okkar og hélt fyrirlestur um einelti fyrir kennara og starfsfólk skóla, leikskóla og aðra starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum.   Mikil ánægja var með þennan fyrirlestur og var í kjölfarið ákveðið að fá Vöndu til okkar aftur með svokallaða Verkfærakistu.  Í henni felst fræðsla um hvernig hægt er að vinna með hóp nemenda þar sem samskiptavandi er til staðar, koma auga á þá sem standa höllum fæti félagslega og efla hópinn þannig að neikvæð samskipti festist síður í sessi.  Vanda er búin að koma einu sinni til okkar í haust og voru það grunnskólakennarar í sveitarfélaginu sem sátu námskeiðið í þetta sinn.  Vanda á síðan eftir að koma tvisvar á viðbót en á milli heimsókna  munu kennararnir æfa sig í þeim hagnýtu aðferðum sem hún kennir.

Nánar má lesa um námskeiði hér:

https://kvan.is/product/Verkfærakistan