Fara í efni

Vinsamlegast snyrtið gróður sem nær út fyrir lóðarmörk

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. 

Umhverfisstjóri Norðurþings skorar á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum og þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðaskilti og götumerkingar, með tilvísum í gr. 7.2.2. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Hæð undir gróður við gangstéttar skal ekki vera minni en 2,8 metrar og við akbraut 4,50 metrar

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri, Smári Jónas í síma 464 6100.