Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings fyrir árið 2019.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #8

Öll hljótum við að fagna því að okkur Íslendingum virðist vera að takast hvað best upp við að sveigja hina margumræddu kúrfu af leið veldisvaxtar óhefts faraldurs. Hin einföldu ráð sem við beitum í formi sóttkvíar og einangrunar þeirra sem eru útsettir og eða smitaðir af kórónaveirunni eru einfaldlega að skila góðum árangri. Þetta eru góðar fréttir og hvetjandi, en verðum ekki værukær.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #7

Í dag eru staðfest 30 covid-smit á Norðurlandi eystra og eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið aukning í smitum á Akureyri yfir helgina. Ekkert nýtt smit hefur verið greint í Norðurþingi. Ég vil sérstaklega óska öllum viðbragðsaðilum okkar sem voru að ljúka sóttkvíarvist í dag alls velfarnaðar. Það veitir ekki af því að fá þann góða hóp frískan aftur til starfa til heilsugæslunnar, lögreglunnar og slökkviliðsins. Mjög góðar fréttir að þau séu að koma til baka.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #6

Þá er vika tvö í þessu covid-maraþoni senn á enda. Enginn hefur val um það hvort hann/hún taki þátt, því allir eru því miður skráðir. Sama hversu vel við erum undirbúin fyrir ferðalagið. Þess vegna ætlum við saman í gegnum þetta, með sem minnstum áföllum. Við erum minnt á það á hverjum degi hversu alvarlega veikt fólk getur orðið ef það smitast svo áfram er markmiðið skýrt; að vernda viðkæmustu hópa samfélagsins frá smiti.
Lesa meira

Opinn íbúafundur í fjarfundi - Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - Samráð við íbúa -

Starfshópur um gerð skólastefnu Norðurþings býður til íbúafundar á samskiptaforritinu Zoom miðvikudaginn 1. apríl kl. 17.30 - 18.30 Fundurinn hefst á 20 mínútna fyrirlestri um gerð og mikilvægi skólastefnu sveitarfélaga, í kjölfarið verður farið í hópavinnu undir stjórn starfshóps um gerð skólastefnu.
Lesa meira

Covidpistill sveitarstjóra #5

Fyrsta smitið af covid-19 hefur verið staðfest á Húsavík. Ekki var um að ræða einstakling sem var í skilgreindri sóttkví. Á meðan að smitrakning var unnin í morgun var ákveðið að loka einni deild á leikskólanum Grænuvöllum, en nú síðdegis fékkst það staðfest að ekki þurfi að koma til frekari lokana og verður því leikskólinn allur opinn á morgun eins og verið hefur. Smitið er líklegast rakið til hótels í Mývatnssveit, en fleiri smit hafa verið rakin til sama hótels á þessum tíma. Viðkomandi hefur haft mjög takmörkuð samskipti útávið eftir dvölina við Mývatn og því fáir sem þurfa að sæta sóttkví vegna málsins. Við hugsum hlýtt til viðkomandi með óskum um góðar batakveðjur.
Lesa meira

COVID-19: Aðgerðir Norðurþings vegna efnahagsmála

Á 100. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 12. mars síðastliðinn var samþykkt að stofna aðgerðahóp á vegum Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19. Hópurinn hefur komið saman til þriggja funda undanfarna viku og liggja fyrir byggðarráði fundargerðir hópsins ásamt vinnugögnum vegna mögulegra sviðsmynda í rekstri sveitarfélagsins á árinu.
Lesa meira

COVID-19: Breyting á fyrirkomulagi á sorphirðu á Húsavík, Reykjahverfi og Tjörnesi

Í kjölfar ráðlegginga sóttvarnalæknis og Vinnueftirlitsins, hefur Umhverfisstofnun beint þeim tilmælum til rekstraraðila sorphirðu þar sem lífrænum úrgangi er safnað í sérstaka tunnu sem höfð er í annarri tunnu, þ.e. “tunnu í tunnu”, að því verklagi verði hætt meðan ástand vegna COVID-19 varir. Markmiðið er að minnka smithættu fyrir sorphirðustarfsmenn.
Lesa meira

Listamaður Norðurþings 2020

Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Norðurþingi eða rökstuddum ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Listamaður Norðurþings 2020.
Lesa meira

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Ísland

Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hefst í níunda sinn þann 27. mars 2020. Söfnunin stendur yfir til 1. maí nk. og hefjast úthlutanir á hjólum í apríl og standa fram í maí.
Lesa meira