Ekki verður af opinberri sýningu myndarinnar "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga" á vegum Norðurþings

Eins og fram hefur komið í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. stóð til að bjóða íbúum sveitarfélagsins á frumsýningu Eurovision kvikmyndar Will Ferrel á morgun föstudag. Eftir viðræður við forsvarsmenn Netflix sem upphaflega tóku erindinu vel er niðurstaðan því miður sú síður að vegna reglna fyrirtækisins á heimsvísu um opinberar sýningar á þeirra efni á tímum heimsfaraldurs, Covid-19, er okkur ekki heimilt að efna til þessarar opnu sýningar.

Við hvetjum íbúa til þess að koma saman í heimahúsum og horfa saman á myndina og væntum þess að fjöldi einstaklinga úr samfélaginu vinni leiksigur á skjánum. Góða skemmtun.