Eldklár - brunavarnaátak HMS

Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir.

Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, gátlistar, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt efni sem almenningur getur sótt í.

Okkar einlæga von er að átakið komi til með að koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna. Að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi.

ELDKLÁR  er líka á Facebook