Fara í efni

Hreinsunardagur á Húsavík

Hreinsunardagur á Húsavík verður þann 1. júní.
 
Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar.

Fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að kveikja neistann í starfsmönnum og félagsmönnum og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Gámafélag Íslands mun hafa þrjá gáma frá 1.- 5. júní staðsetta við Sundlaugina, Borgarhólsskóla og gatnamót Þverholts og Laugarholts. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þá.

Poka verður hægt að nálgast í Stjórnsýsluhúsinu frá kl. 15:00 - 17:00 þann 1. júní. 

Grill í boði Norðurþings þann 1. júní kl. 19:00 við Vallarhús Völsungs. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og drykki. 
Einnig verður frítt í sund frá klukkan 19:00 og opið verður til kl. 22:00.