Laus staða í íþróttamiðstöð á Raufarhöfn

Um er að ræða afleysingu með möguleika á framtíðarstarfi.

Starfshlutfall er tímavinna eða eftir samkomulagi. Möguleiki er á kvöld- og helgarvinnu.

Skemmtilegt starf í fallegu og fjölskylduvænu umhverfi.

Smellið á starfsauglýsingu hér til hliðar fyrir nánari upplýsingar.

Á Raufarhöfn búa um 200 manns í fjölskylduvænu umhverfi, samrekinn er heildstæður leik- og grunnskóli,
báðar deilir eru fámennar og því gefst börnum sérstakt tækifæri til að blómstra á sínum forsendum.
Öll helsta þjónusta er til staðar á Raufarhöfn. Í þorpinu er fjölbreytt félagslíf og samgöngur góðar til
allra átta. Raufarhöfn er einn nyrsti byggðakjarni landsins, staðsettur austan til á Melrakkasléttu.
Hvergi á Íslandi verður vornóttin bjartari né vetrardagurinn myrkari. Heimskautsbaugur er rétt við ströndina
og útivistarmöguleikar óþrjótandi allt árið um kring.

Hér má sækja um starfið gegnum rafrænt eyðublað