Fara í efni

Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Hægt er að skila inn hugmyndum til 15. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.

Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni Eyþings má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is.

Horft verður til færri og stærri styrkja á sviði umhverfis-, menningar- og atvinnumála að þessu sinni. Fram þarf að koma lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.