Fara í efni

Fjölskylduratleikur Norðurþings

Fjölskylduratleikurinn er sannarlega viðburður sem er að festa sig í sessi í hátíðardagskrá Norðurþings á 17. júní. Þetta er hin mesta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og erfitt orðið að sjá fyrir sér þjóðhátíðardaginn án hans.

Þetta var þriðja árið sem ratleikurinn fór fram og voru þátttakendur í leiknum alls 72 á Húsavík, Raufarhöfn og á Kópaskeri.

Þátttakendur skiluðu svörunum inn rafrænt og nöfn þeirra voru sett í pott sem dregið var úr í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.

Sigurvegarinn í ár er Hulda Rún Árnadóttir, 12 ára nemandi í grunnskóla Raufarhafnar. Við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn en í verðlaun fær hún gjafabréf á Hótel Norðurljós.

Svava Árnadóttir starfsmaður í ráðhúsi á Raufarhöfn, Charlotta Englund atvinnufulltrúi á Kópaskeri og Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístundar og félagsmiðstöðva á Húsavík skipulögðu ratleikinn á sínum starfsstöðvum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Takk fyrir að vera með, við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!