Fjölskylduratleikur Norðurþings

Kristín Birna með vinninginn
Kristín Birna með vinninginn

Ratleikur Norðurþings var haldinn í fjórða sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Settir voru upp skemmtilegir fjölskylduratleikir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Yfir tuttugu keppendur tóku þátt og skiluðu þeir svörum inn rafrænt. 
Í dag var dregið úr pottinum og sigurvegari ratleiksins í ár er Kristín Birna Óladóttir, hún er 6 ára og á heima á Húsavík. 

Við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn. Í verðlaun fær hún gjafabréf á Lemon á Húsavík.

Takk fyrir að vera með, við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!