Fara í efni

Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu

Nú á tímum kórónuveirunnar gæti verið gott að lyfta huganum og hugsa lengra, hugsa til daganna 22. til 24. ágúst n.k. en þá er boðið upp á ferð til Vestmannaeyja í beinu flugi frá Húsavík, (Aðaldal). Gisting í tveggja manna herbergjum í tvær nætur á Hótel Vestmannaeyjum. Morgunverður innifalinn. Í Eyjum verður farið á söfn og í skoðunarferðirsvo eitthvað sé nefnt. Flogið frá Húsavík kl 11:00 laugard. 22. og frá Eyjum kl. 16:30 mánud. 24. Áætlað verð um 70.000 kr. Nánari upplýsingar síðar. 

Ath. að rétt til að nýta sér orlofsferð hafa allar konur sem reka heimili og hafa lögheimili innan sýslunnar en nefndin áskilur sér rétt til að forgangsraða eftir ákv. reglum ef nauðsyn krefur. Skráning fyrir 10. maí nk. hjá undirrituðum.

 

Sigrún -  sími: 8991010 - netfang: solgardur@simnet.is
Stefanie -  sími: 8686854 - netfang:  steffihofdi@gmail.com
Hjördís -  sími: 7737548  - netfang: angelkick89@gmail.com