Frístundarleiðbeinandi - laust starf í félagsmiðstöð

Frístundarleiðbeinandi - laust starf í félagsmiðstöð
Sækja um starf 

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í vaktarvinnu á kvöldin. Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10 – 16 ára.
Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram eftir kl 17.00 að frátöldum ferðum sem farnar eru á vegum félagsmiðstöðvarinnar.

 

Umsækjendur þurfa að:

-       hafa náð 18 ára aldri.

-       hafa áhuga á að vinna með börnum

-       geta unnið vel með öðrum.

-       hafa hreint sakavottorð.

-       vera liprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum.

-       hafa frumkvæði og verið sveigjanlegur í starfi.

-       Reynsla að starfi með börnum/ungmennum er æskileg.

Viðkomandi má hefja störf þegar í stað.

Möguleiki er á áframhaldandi starfi næsta sumar í kringum vinnuskólann og/eða Sumarfrístund.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 14.október 2019
Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað inná vefsíðunni nordurthing.is - rafræn umsókn

Frekari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100, kjartan@nordurthing.is