Fara í efni

Fyrstu íbúafundir hverfisráða Norðurþings

Fyrstu íbúafundir hverfisráða í Norðurþingi hafa verið haldnir að undanförnu en samkvæmt samþykkt fyrir hverfisráð Norðurþings skulu þau vera fjögur talsins og starfa á Raufarhöfn, í Öxarfirði (Kópasker, Öxarfjörður), í Kelduhverfi og í Reykjahverfi. Opnir íbúafundir voru haldnir í Reykjahverfi þann 14. nóvember, Öxafirði 15. nóvember og í Kelduhverfi 7. nóvember.

Almenn ánægja og jákvæðni hefur ríkt á fundunum og styrkt þá von um að vettvangur sem þessi geti styrkt lífið í „hverfum“ Norðurþings og um leið stjórnsýsluna í Norðurþingi en eitt af markmiðum hverfisráða er að vera formlegur umræðuvettvangur um hagsmunamál og þjónustu sveitarfélagsins fyrir viðkomandi svæði.

Samþykkt fyrir hverfisráð Norðurþings má finna hér

Fundargerðir fyrir hverfisráð má finna á forsíðu vefsíðu norðurþings.