Fara í efni

Hugmyndir að breytingum aðalskipulags vegna vindmyllugarðs á Hólaheiði

Á undanförnum mánuðum hefur Norðurþing unnið að hugmyndum að breytingum aðalskipulags vegna vindmyllugarðs sem áhugi er fyrir að setja upp á Hólaheiði.

Tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna verkefnisins var kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga í desember 2020 og janúar 2021. Fjölmargar ábendingar og athugasemdir bárust. Fjallað var um þær á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 11. maí 2021. Samantekt á þeim ábendingum sem bárust er hér.

Hugmynd að aðalskipulagsbreytingu var kynnt á fundi á Kópaskeri 14. júní, samhliða kynningu á umhverfismati framkvæmdarinnar sjálfrar. Í kjölfar fundarins var tekið við ábendingum frá almenningi og er samantekt á þeim ábendingum sem bárust hér.

Frétt um kynningu skipulagslýsingar má sjá hér

Frétt um kynningarfundinn

Fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs 6. júlí 2021.