Húsavíkurgjafabréf

Húsavíkurstofa hefur ákveðið að endurvekja Húsavíkurgjafabréfin með því markmiði að efla verslun á svæðinu. Það er hægt að nálgast þau hjá Sparisjóðnum og er tilvalin sem jólagjöf. Upphæðir á gjafabréfunum eru 3.000, 5.000 og 10.000 kr. Húsavíkurstofa auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum á Húsavík sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfunum. Samstarfsfyrirtæki verða síðan listuð upp á heimasíðu Húsavíkurstofu. Aðilar sem vilja taka þátt í þessu verkefni eru beðin um að senda tölvupóst á info@visithusavik.is til að skrá sig.

Á sama tíma, bendum við fyrirtækjum á þennan valmöguleika sem jólagjöf fyrir starfsmenn.

Með bestu kveðju,

Húsavíkurstofa