Fara í efni

“Hvernig sköpum við sterka liðheild” og “Sjálfstraust og jákvæðni”

Mánudaginn 18.nóvember s.l. mætti Jón Halldórsson til okkar frá Kvan og hélt tvo fyrirlestra. Annars vegar “Hvernig sköpum við sterka liðheild” sem var opinn fyrirlestur sem haldin var í Borgarhólsskóla.
Þar fór hann yfir hvað það væri sem skapar ákveðna menningu innan hóps, hverjir eru leiðtogar og hvernig markmið eru sett þannig að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum.
Um kvöldið hélt hann fyrirlesturinn “Sjálfstraust og jákvæðni” í félagsmiðstöðinni fyrir 8-10 bekk en þar ræddi hann hvaða þættir hafa áhrif á sjálfstraustið og hvað við getum gert til að bæta það.

Góðar viðtökur voru við fyrirlestrunum og voru gestir ánægðir. Unglingarnir sýndu mikla gestrisni og tóku virkan þátt í fyrirlestrinum.
Jón var mjög ánægður með dvölina og vildi koma á framfæri bestu þökkum fyrir móttökurnar.