Íþróttamannvirki - reglur vegna covid 19

Þann 20.október tók í gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Reglugerðina í heild sinni má lesa hér.

Helstu breytingar frá fyrri takmörkunum eru er snerta starfsemi íþróttamannvirkja eru eftirfarandi:

  • Nándarmörk milli einstaklinga eru 2 metrar.
  • Skylt er að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
  • Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar, þar sem hægt er að virða 2 metra regluna og 20 manna nálægðarmörk er heimil, jafnt innan- og utandyra.
  • Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. 
  • Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir og fjöldi að hámarki 20 manns. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, eða stórra tækja, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.

 

Af þessu leiðir að líkamsræktarsalir sem Norðurþing á og rekur á Kópaskeri og á Raufarhöfn eru lokaðir almenningi þangað til opinber fyrirmæli um annað berast, nema um sé að ræða skipulagða tíma.

Skipuleggjendur tíma þurfa að hafa samband við vakthafandi starfsmann ef skipulagðir tímar eiga að fara fram.

 

Að öðru leyti er vísað í fyrri frétt á vef Norðurþings sem lesa má hér.