Jarðvegsvinna við Grundargarð

Sýnishorn af mýrum Grundargarðs.
Sýnishorn af mýrum Grundargarðs.

Síðustu vikur hefur verið unnið við jarðvegsframkvæmdir  við Grundargarð og þar sem svæðið er mýrarsvæði þá hefur hlotist óþægindi fyrir íbúa og vegfarendur vegna drullu sem dottið hefur af bílum og borist um svæðið.

Beðist er innilega afsökunar á þessum óþægindum og truflun sem þetta hefur valdið. Reynt er eftir mesta mætti að hreinsa upp daglega það sem fellur af.  Reiknað með að þessum jarðvegsvinnu verði lokið í endann á næstu viku.