Jólatré á Húsavík

Uppfærð frétt kl. 12:02 24.nóvember. 

Haldiði að það hafi ekki leynst eitt fallegt jólatré á Álfhól 3 sem eftir stíf fundarhöld jólatrésnefndar og í höfðu samráði við jólasveina hefur verið valið sem jólatré Húsvíkinga.

Vegna fárra tilnefninga vegna jólatrés Húsavíkur hefur verið ákveðið að velja tré úr skógrækt Húsavíkur í ár.

Við getum fagnað því að í ár eins og undanfarin ár verða nú öll bæjartré sveitarfélagsins tekin úr heimabyggð  og tekin í þeim tilgangi að grisja skógræktarsvæði innan sveitarfélagsins.

Að ári verður aftur boðið uppá að tilnefna jólatré Húsavíkur og vonumst við eftir betri þátttöku.

Gleðileg Jól