Fara í efni

Jólatré Húsavíkur 2022

Búið er að kjósa um hvaða tré verður jólatré Húsavíkur í ár.
Kosning fór fram á svæði Norðurþings á betraisland.is og bárust yfir 250 atkvæði.

Það tré sem fékk flest atkvæði var tréið sem stendur við Sólbrekku 20.
Tréið verður fellt í vikunni og komið fyrir á Vegamótatorgi.

Áður var auglýst að tendrun jólatrés yrði 26. nóvember en fjölskylduráð samþykkti á 133. fundi sínum að hafa tendrunina þann 2. desember. 
Tendrun jólatrésins verður þá opnunarviðburður að hátíðinni JÓLABÆRINN MINN sem verður helgina 2. - 4. desember.