Fara í efni

Kaffihús í Kvíabekk

Langþráður draumur Miðjunar - hæfing og dagþjónusta á Húsavík um að opna kaffihús í Skrúðgarði Húsavíkur er að rætast. Kaffi Kvíabekkur mun verða starfrækt í Kvíabekk og er ætlunin að selja léttar veitingar sem fólk getur haft með sér út í garðinn á góðviðrisdögum eða gætt sér á fyrir utan Kvíabekk. Veitingar verða seldar á vægu verði og einnig verður hægt að leigja teppi, handklæði til að fara með að vaða í ánni, kubb og margs konar afþreyingu annarra viðburða.

Kaffi Kvíabekkur er með facebooksíðu og þar verða auglýstir viðburðir o.fl. Norðurþing hvetur ykkur til þess að slást í (facebook)hópinn sem hér er tengill á.

KVÍABEKKUR

kvíabekkur
Kvíabekkur hefur verið uppgert á sl. árum og m.a. "gamli" torfbærinn reistur. Einnig hafa miklar endurbætur átt sér stað á framhúsinu. Kvíabekkur er í eigu Norðurþings. (mynd visithusavik.com)

Kvíabekkur er við Reykjaheiðaveg og er byggt upphaflega árið 1893 af hjónunum Baldínu Hallgrímsdóttur og Jósep Kristjánssynni.

Kvíabekkur heitir efsta hús í skrúðgarðinum norðan vegar. Var torfbær upphaflega og reistur 1893 af
hjónunum Baldínu Hallgrímsdóttur og Jósep Kristjánssyni, sem síðar áttu heima í Tungu (efsta hús við
Reykjahveiðarveg), þar sem áður stóð bærinn Áræði. Enn sjást tættur af gamla Kvíabekkjarbænum baka
til við timburhúsið sem nú stendur og er notað sem áhaldageymsla fyrir skrúðgarðinn og afdrep yfir
sumartímann fyrir starfsfólk garðsins.    (Gatan mín og gengin slóð, Sigurjón Jóhannesson, bls.26)

Í Húsakönnun - Ásgarðsvegur - Búðará, e. Arnhildi Pálmadóttir frá árinu 2012 stendur m.a.:

Byggingarlist:
Framhúsið var byggt við torfbæ sem stóð sunnan við það og enn sjást tóftir eftir. Húsið er
sennilega eitt af fáum framhúsum sem eftir standa í Þingeyjarsýslum og það eina sem enn stendur
á Húsavík.
Menningarsögulegt gildi:
Framhúsið og tóftir við það eru mjög áhugaverð heimild um byggingarsögu húss á Íslandi. Fyrst
er byggður torfbær og síðan framhús við hann. Þegar sá hluti torfbæjarins sem liggur upp að
framhúsinu er ónýtur er reistur þar bílskúr. Nú stendur aðeins framhús torfbæjarins, bílskúrinn
sem við það var byggt auk lítillar skúrbyggingar en tóftir torfbæjarins eru enn vel sýnilegar.
Umhverfisgildi:
Tóftir eru við framhúsið, leifar torbæjar sem stóð fram á áttunda áratuginn. Húsið er mjög fallega
staðsett við bakka Búðarár og er mikilvægur hluti af svæðinu í heild.
Varðveislugildi:
Húsið og tóftir í kringum það hafa mikið varðveislugildi enda sýnileg heimild um
byggingarhefðir og sögu á Íslandi. Torbærinn sem nú er einungis tóftir var byggður árið 1893.
Niðurstaða varðveislumats:
Lagt er til að húsið og umhverfi þess verði verndað með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna
byggingarsögu- og umhverfislegrar sérstöðu þess, auðkennt með rauðum lit á Húsverndarkorti