Kannt þú að taka upp vídjó og klippa?

Fjölskylduráð Norðurþings ákvað að vegna samkomutakmarkana myndi sveitarfélagið ekki standa fyrir hefðbundnum hátíðarhöldum þann 17. júní. Þess í stað verður streymi með ávarpi fjallkonu og hátíðarræðu á vefsíðu sveitarfélagsins.

 Við leitum því að verktaka sem á viðeigandi búnað fyrir þennan eina viðburð og myndi sjá um myndbandsupptöku, klippingu efnis og að miðla hátíðardagskrá Norðurþings 2021.

 Áhugasamir hafið samband við sigrunbjorg@nordurthing.is