Fara í efni

Kraftmolta í boði Norðurþings

Norðurþing býður upp á moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum, þ.e.  við Gróðurgáma sunnan við sorpstöð og á Húsavíkurleiti Norðan við brennustæði.

Boðið er uppá Kraftmoltu en hún er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum sem fellur til á Norðausturlandi. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir, bæði sem áburð ofan og undir þökur, eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Moltu.

http://www.molta.is/is/notkun-moltu

Moltan er ætluð fyrir alla en stærri notendur eru beðnir að vera í samráði við Umhverfisstjóra sveitarfélagsins í síma 464-6100 eða á netfang smari@nordurthing.is